Skýrslur
Fólk sem leggur það á sig að lesa greinar er almennt önnum kafið fólk og leitar að fyrstu ástæðu til að hætta lestri og skoða heldur eitthvað annað enda mikil barátta um lesendur.
Ritstíll
Það er vissulega gott að hafa lipran og góðan ritstíl. Hins vegar er skýrsla ekki bókmennt og þaðan af síður gamansaga. Lesandinn hefur hana undir höndum til að nálgast ákveðnar upplýsingar—ekki til að láta skemmta sér. Geymið því góðu brandarana fyrir móttækilegri áheyrendur.
Forðast skal notkun persónufornafna (ekki Ég mældi massa lóðsins
heldur Massi lóðs, \(m\), var mældur með vog
. Skýrslan lýsir tilraun sem lokið og er því í fortíð.
Kaflaskipting
Lesstíll: Inngangur, Samantekt, skýringarmyndir, töflur, loks texti.
Kaflaskipting inni í texta er ekki stöðluð, fer eftir efni og persónueinkennum en gæti verið: Uppstilling, líkan, mælingar, túlkun.
Númera kafla enda auðveldara að vísa í númer á kafla.
Forsíða
Forsíðan er það fyrsta sem lesandinn sér af skýrslunni og það er góð regla að gera sitt besta í að koma vel fyrir. Á forsíðunni miðri skal vera titill skýrslunnar og dagsetning. Í neðra, hægra horni skal vera nafn höfundar en einnig má koma heiti námskeiðis og nafni leiðbeinanda fyrir á góðum stað. Myndir eru óþarfar og iðulega frekar til vansa.
Inngangur
Nú er mál að grípa lesandann og skerpa á athygli hans með smá kveikju. Þar má finna eitthvað sem kann að vekja áhuga lesandans á efninu og leiða út frá því inn í lýsingu á uppbyggingu skýrslunnar. Efnisyfirlit er hér óþarfi í svo stuttri skýrslu og nót að lýsa því stuttlega í lok inngangs
Uppstilling/Framkvæmd
Skýringarmyndir eiga heima hér.Líkön
Ekki þarf að leiða út jöfnur. Nóg að vísa í heimildir. Samt ekki verkseðill, bara útgefnar heimildir sem lesandi hefur aðgang að.
Framkvæmd/mælingar
Gögn koma á tvennu formi: Stýriparametrar og massagögn. Stýristærðir eru áhguaverðir, en massagögn á ekki að birta sem talnasúpu: Slíkt á hins vegar heima á grafísku formi í skýrslunni.
Úrvinnsla
Niðurstöður/lokaorð/Samantekt
Hvað var mælt, hvað kom út.
Heimildir
Númeraður listi. "[2]" inni í texta vísar í þessi númer.
Frágangur á heimildum liggur á milli hluta hér enda breytist það eftir endastöð ykkar. Ekki vísa í vinnubók, en í lagi að vísa í vinnuseðla enda aðgengilegir á netinu.Myndir
Myndatexti neðst (Mynd #: Myndatexti). Stuttur myndatexti en nægilega ítarlegur til að lesandi þurfi ekki að leita í textann til að skilja hvað myndin er að sýna.
Getið fengið myndirnar hjá Ara. Verkfæri til að gera eigin myndir: ...Gröf
Mega vera myndir en svo má búa til nýjan flokk sem kallast Gröf.
Töflur
Tafla #: Skýringartexti (kemur fyrir ofan).
Sjá einnig
- Heilræði um skýrslugerð eftir Ara Ólafsson og Magnús Tuma Guðmundsson, 2004.
- Gerð lokaskýrslu í verklegri eðlisfræði eftir Snorra Þ. Ingvarsson, 2007.