Uppsetning á Gnuplot

Gnuplot sett upp á einkavél

Gnuplot er sett upp á vélunum í stofum 110 og 112 í VR-I, en ætli maður að nota það er skynsamlegast að setja það upp á eigin vél.

Gnuplot er opinn og ókeypis hugbúnaður, þróaður af fjölda sjálfboðaliða og notenda Gnuplot í launaðri vinnu sem gefa endurbætur sínar frítt og frjálst aftur til samfélagsins. Hugbúnaðinn er hægt að setja upp á Linux, Mac OS X, Windows. Gnuplot hefur einnig verið færður (portaður) yfir á Android og iOS.

Ef þú ert í vafa um hvernig þú eigir að setja Gnuplot upp á þinni vél er best að spyrja Google frænda. Þó nokkrar athugasemdir:

Linux
Gnuplot er mögulega þegar upp sett. Ef ekki eru allar líkur á að það sé aðgengilegt í pakkastjóranum þínum.
Mac OS X
Þegar Gnuplot er sett upp með brew þarf að segja því sérstaklega að hafa X11 stuðning: brew install gnuplot --with-x11.
Windows
Á Windows þarf að sækja forritið í skjalageymsluna á Sourceforge, velja rétta útgáfu (almennt þá nýjustu) og vista annað hvort 64 eða 32 bita .exe skránni á vélina þína (það fer eftir tölvunni þinni). Hana keyrir þú til að setja Gnuplot upp á.
Þú verður spurð(ur) út í hver sjálfgefinn terminal eigi að vera. Það skiptir litlu (og má sleppa að tilgreina það sérstaklega) þar sem því má breyta síðar.
Windows útgáfan leitar að gagnaskrám í Documents skráarsafninu. Því þarf (eftir því sem ég best fæ skilið) að vista þær þar eða undirskráarsöfnum.

Næstu skref

Næst er réttast að líta yfir kynninguna á skipanalínuglugganum.