Graf undirbúið fyrir vefinn og hi.is vefsíðuna þína

Vefmyndsnið

Þegar kemur að sniðmátum fyrir myndir sem setja skal á vefinn koma í raun helst tvö rastasniðmát til greina, JPEG og PNG, og svo vigursniðið SVG. JPEG er þjappað sniðmát sem hentar sérlega vel fyrir ljósmyndir þar sem litir og tónar breytast hægt. Fyrir myndir með skörpum línum (eins og gröf) hentar PNG mun betur en svo má eins nota SVG þótt einhver eldri og ófágaðari forrit kunni ekki alveg á það.

Hér á neðan lærir þú að búa til SVG mynd, senda hana á heklu með skipanalínunni, og skrá þig inn á heklu og búa til einfalda vefsíðu sem sýnir myndina.

SVG mynd búin til

Rétt eins og þegar þú útbjóst myndina fyrir prentun þarft þú að keyra terminal og output skipanir:

set terminal svg
set output "pendúll-rafræn_klukka.svg"
replot

Þetta býr til skrána pendúll-rafræn_klukka.svg í því skráarsafni sem Gnuplot var keyrt upp í.

Skrá flutt á heklu

Notendur hafa aðgang að skráarsvæði á vél Háskólans sem kallast hekla.rhi.hi.is. Viðmótið í Uglunni leyfir að færa skrár yfir í Skrárnar mínar en við skulum skoða hvernig má gera það með skipanalínunni.

Til að afrita skrár yfir á hana má nota forritið scp:

scp pendúll-rafræn_klukka.svg @hekla.rhi.hi.is:.public_html/

Notaðu Uglu aðgangsorðið þitt þegar þú ert beðin um það. Skipunin að ofan afritar nú skrána á svæði notandans sem tilgreindur er með notandanafni sínu og setur hana í skráarsafnið .public_html. Við getum tilgrein fleiri en eina skrá í einu.

scp pendúll-rafræn_klukka.svg pendúll-rafræn_klukka.dat @hekla.rhi.hi.is:.public_html/

Eða jafnvel allar skrár sem passa við ákveðið mynstur, t.d. allar sem byrja á pendúll-:

scp pendúll-* @hekla.rhi.hi.is:.public_html/

Skrár skoðaðar á heklu

Skráðu þig nú inn á heklu í gegnum ssh (Secure Shell):

ssh @hekla.rhi.hi.is

Þegar þú hefur slegið inn rétt lykilorð ertu komin inn í heimasvæðið þitt á heklu. Til að finna skrárnar þínar færir þú þig inn í .public_html skráarsafnið og listar upp skrárnar með ls.

cd .public_html/; ls

Reyndar getur þú núna skoðað skrárnar þínar líka í vafra því allt sem er í .public_html skráarsafninu þínu er aðgengilegt undir slóðinni http://notendur.hi.is/<notandanafn>. Sláðu þetta inn í vafra og berðu þetta saman.

Svona getur þú auðveldlega deilt skrám án þess að þurfa að setja þær í viðhengi. Þegar fjölgar í skráarsafninu getur þú svo búið til fleiri undir-skráarsöfn til að flokka skrárnar (t.d. eftir námskeiðum eða öðru) og jafnvel búið til vefsíður sem vísa í þær.

Skrár sýndar á heklu

Með textaritli (annað hvort á heklu eða á þinni eigin vél, sem þú svo færir yfir á sinn stað á heklu) getur þú skrifað eftirfarandi skrá sem verður þá heimasíðan þín:

<!DOCTYPE html>
<html>
<head>
	<title>Þetta er heimasíðan mín</title>
</head>
<body>
	<h1>Velkomin á heimasíðuna mína</h1>
	<p>Ég heiti Gunnlöður Þorgunmundardóttir og er nemandi í Eðlisfræði 1R. Í því fimbulfína námskeiði gerði ég <a href="pendúll-rafræn_klukka.dat">mælingar á sveiflutíma pendúls með rafrænni klukku</a>, vann úr þeim með <a href="pendúll-rafræn_klukka.plt">Gnuplot atburðarriti</a> og bjó til <a href="pendúll-rafræn_klukka.svg">svakafínt graf</a></p>
	<img src="pendúll-rafræn_klukka.svg">
</body>
</html>

Sé skráin skýrð heimdasida.html mun hún vera aðgengileg á http://notendur.hi.is/<notandanafn>/heimasida.html en ef hún er skýrð index.html er hún sótt þegar farið er á http://notendur.hi.is/<notandanafn>.

Skrár sem fluttar eru yfir á heklu kunna að vera sjálfgefið varðar þannig að aðrir en þú hafi ekki lesréttindi á þær. Því má kippa í liðinn með því að nota chmod skipunina á skrárnar:

chmod a+r skra-sem-a-ad-gera-lesanlega.html