Markmið tilraunar:...
Markmið okkar:...
Í þessari tilraun erum við að rekja ljósgeisla þar sem þeir speglast í speglum og brotna í linsum. Flestir hafa takmarkað innsæi á slíkt, jafnvel þótt þeir gangi um með par af slíkum í lonníettum sínum á nefinu. Því kann að vera ágætt að prufa hugmyndir sínar með þessu geislarakningar-appletti frá UCLA.
Tilraunin byggir annars á linsujöfnunni og lögmáli Snells. Linsujafnan er merkilegur hlutur og gildir fyrir nálgunina að linsurnar (eða speglarnir, því hún virkar líka fyrir grunna, sveigða spegla) séu þunnar (sé þykkt þeirra ekki hverfandi miðað við þvermál þeirra lýsir jafnan þeim ekki lengur vel). Sé fyrirmynd lögð fyrir í fjarlægðinni s framan linsu með brennivídd f fellur mynd hennar (raunmynd hennar eða launmynd) í fjarlægðinni s′ frá henni, gefið með linsujöfnunni: 1s+1s′=1f Hér þarf að hugs sérstaklega að formerkjum, því eins og jafnan er sett upp, er s' jákvætt þegar um raunmynd er að ræða, en neikvætt ef myndin er launmynd. Til að skilja þessi hugtök þurfum við að skoða hvernig geislar ganga í gegnum þunnar linsur og spegla.
... og það á ég eftir að teikna upp og skrifa...
Lögmál Snells: n1sinθ1=n2sinθ2
Ítarefni
- Optical Lenses Einfalt forrit sem sýnir hvernig þunn linsa varpar raun- eða launmynd í gegnum safn- eða dreifilinsu.
- Optical Ray Tracer forrit sem dregur geislagang um linsur og spegla.