Spurningar
- Hvað er ljós?
- Hvernig verða regnbogar til?
- Hver er öldulengd heyranlegs hljóðs?
- Finnið afleiðu arctan(x).
Inngangur
Litrófsgreining
Sýnilegt ljós er rafsegulbylgja, rétt eins og innrautt- og útfjólublátt ljós, örbylgjur, útvarpsbylgjur og röntgengeislar. Það sem greinir þessa hluti að er öldulengd bylgjanna. Við erum einungis fær um að nema rafsegulbylgjur með öldulengd á milli um 380-750 nm.
Ljós má mynda á tvo vegu. Annars vegar með því að hluta efni upp svo það taki að glóa (það kallast svarthlutageislun, e. black body radiation) sem gefur samfellt litróf og hins vegar með útgeislun efnis en hún gefur einungis ákveðnar öldulengdir (þ.e. ákveðna liti).
Gulhvít sólin er um 6000° C heit og gefur því frá sér sýnilegt ljós (í hlutföllum sem myndar litinn).
Það hvaða öldulegndum efni geislar með er háð orkustigum efnisins. Til að búa til ljós sem en það gefur einnig .en hún er samfellt róf öldulengda. Því heitari sem hlutir eru, því meira geisla þeir af orkuríkari öldulengdum (sem hafa styttri öldulengdir).
Hlutur sem hefur náð nokkur þúsund gráðu hita fer að lýsa hvítu ljósi, en það er sambland allra lita litrófsins (kaldari hlutir eru rauðir eða gulir, heitari eru bláleitir).
Svarthlutageislun er hins vegar afar ónýtin aðferð til að búa til ljós þar sem mikið afl fer líka í geislun utan sýnilega sviðsins sem gagnast okkur ekki neitt.
Eðlilegt hitastig húðar fólks er um 32-35° C sem gefur þá af sér mikið af innrauðu ljósi, en svo til engu sýnilegu. Eftir því sem hlutir hitna byrja þeir að glóasem er samfellt litróf allra öldulengda (af mismunandi styrk). Heitir hlutir gefa af sér svo sterka geislun að sýnilegt ljós Skilgreina: Ísog
Ljósbognun
Rétt eins og allar bylgjur bogna ljósbylgjur umhverfis fyrirstöður. Það gerist hins vegar ekki nema á stærðargráðum nálægt öldulengd bylgjunnar. Því sjáum við ekki fyrir horn, þótt svo við heyrum fyrir horn.
Allavega ekki almennt. Ef við erum með rauf eða fyrirstöðu sem nálgast öldulengd ljóss, þá verður þessi bognun ljósgeislanna sýnileg. Í seinni hluta tilraunarinnar verður einmitt
Litróf kvikasilfurslampa
Uppstilling