Hér á þessari síðu er að finna efni til kynningar á stærðfræði, efnafræði og eðlisfræði í grunnskólum landsins. Markmiðið þess er ekki síst að vekja nemendur á grunnskólastigi til vitundar um undur, nauðsyn og notagildi raunvísindanna.

Kennsluefni

Tregða

Tregða er merkilegur eiginleiki hluta og birtist í massa þeirra. Massamiklum hlutum er erfiðara að koma á ferð og erfiðara að stoppa. En þessi eiginleiki er nátengdur tregðulögmálinu: Hlutir halda áfram hreyfingu sinni nema til komi einhver kraftur (þ.e. þeir eru tregir).

Efnið hentar vel inn í umfjöllun um aflfræði á unglingastigi grunnskóla, hvort tveggja fyrir eða eftir umfjöllun um hröðun og krafta sem tengjast tregðunni náið.

Kennsluefnið skiptist niður á tvo kennsludaga og fer annar að miklu leiti í sýnikennslu og kannanir með hjálp brettis á hjólum, glerkúlna, fötu og annara tiltækra hluta. Seinni dagurinn fer í yfirferð á heimavinnu, skriflegt hópverkefni og umræður.

Kennsluleiðbeiningar er að finna hér: Tregða — hröðun hluta og núningur.

Kynningarefni

Tregða

Skriðþungi

Hverfiþungi

Varmarýmd og varmaleiðni

Hugmyndir

Áhugavert efni

Mögulega: The 2011 Science and Learning Wiki