Hér á þessari síðu er að finna efni til kynningar á stærðfræði, efnafræði og eðlisfræði í grunnskólum landsins. Markmiðið þess er ekki síst að vekja nemendur á grunnskólastigi til vitundar um undur, nauðsyn og notagildi raunvísindanna.
Kennsluefni
Tregða
Tregða er merkilegur eiginleiki hluta og birtist í massa þeirra. Massamiklum hlutum er erfiðara að koma á ferð og erfiðara að stoppa. En þessi eiginleiki er nátengdur tregðulögmálinu: Hlutir halda áfram hreyfingu sinni nema til komi einhver kraftur (þ.e. þeir eru tregir).
Efnið hentar vel inn í umfjöllun um aflfræði á unglingastigi grunnskóla, hvort tveggja fyrir eða eftir umfjöllun um hröðun og krafta sem tengjast tregðunni náið.
Kennsluefnið skiptist niður á tvo kennsludaga og fer annar að miklu leiti í sýnikennslu og kannanir með hjálp brettis á hjólum, glerkúlna, fötu og annara tiltækra hluta. Seinni dagurinn fer í yfirferð á heimavinnu, skriflegt hópverkefni og umræður.
Kennsluleiðbeiningar er að finna hér: Tregða — hröðun hluta og núningur.
Kynningarefni
Tregða
- Keilukúlusópun
Skriðþungi
- Hjólkollar eða eins vagnar + mis-massamiklir einstaklingar.
Hverfiþungi
- Snúningsborð/hjólkollur + handlóð/tveir þungir hlutir.
- Snúður.
Varmarýmd og varmaleiðni
- Hvað veldur því að sumir hlutir við stofuhita virka heitari en aðrir?
- Hvað gerir hlýjar peysur hlýjar?
Hugmyndir
- Loftmótstaða: Vindgöng + viðarbútur sem gestir/nemendur tálga til.
- Coriolis/tregðukerfi: skotfimi í coriolis-tregðukerfi.
- Ratleikur
Áhugavert efni
- Physics department kicks off holidays with a "bang"
- Physics is Phun hjá Marylandháskóla
- Millennium Mathematics Project og fleira áhugavert á Maths.org.
- STEM clubs — Breskir klúbbar sem fást við vísindi ýmiskonar.
- Engineer Guy — myndbönd um ýmislegt úr verkfræði.
- Understanding Uncertainty
- Harvard Natural Sciences Lecture Demonstrations
Mögulega: The 2011 Science and Learning Wiki