Haus

Hér að neðan eru lýsingar á nokkrum rannsóknarstofum sem taka á móti skólahópum.

ACUTE

Rannsóknarstofustjórar: Rúnar Unnþórsson og Árni Kristjánsson.

ACUTE (ACoUstics and Tactile Engineering) rannsóknarstofuna leiða Rúnar Unnþórsson og Árni Kristjánsson.

Skuggsjá

Rannsóknarstofustjóri: Jón Emil Guðmundsson

Á rannsóknarstofunni Skuggsjá eru þróaðir sjónaukar til þess að framkvæma mælingar á örbylgjukliðnum; þessu elsta ljósi alheimsins. Kannað er hvernig örbylgjur berast um mælitæki til þess að bæta hönnun og kvarða sjónauka sem geta varpað betra og jafnvel nýju ljósi á aðstæður við upphaf alheims.