Fasar efnis

Ýtarefni Vísindasmiðjunnar

Öll þekkjum við helstu fasa efnis þótt eðli þess sé okkur nokkuð hulið. Hér verður rennt yfir fasa efnis og fasaskiptin.

Fasarnir fjórir

Efni má finna í fjórum fösum eftir því hvert hitastig og þrýstingur þess er. Fasarnir fjórir eru fast efni, vökvi, gas og rafgas. Ef hitastig og/eða þrýstingur breytist getur jafnvel farið svo að efnið breyti um fasa. Þá er talað um að efnið hafi orðið fyrir fasabreytingu en heitið fyrir hverja slíka fasabreytingu er gefið á myndinni hér til hliðar.

Allt efni sem við sjáum er gert úr þremur öreindum: róteindum og nifteindum sem mynda kjarna frumeinda (og eru því oft nefndar kjarneindir) og svo rafeindum sem umlykja kjarnann. Slíkt kerfi kjarna og rafeindaskýs nefnist frumeind (eða atóm). Dæmi um frumeindir eru járn (Fe), kolefni (C) og kvikasilfur (Hg).

Frumeindir geta svo myndað sameindir með öðrum frumeindum og tengjast frumeindirnar þá með efnatengjum sem eru rafkraftar á milli frumeindanna. Dæmi um sameindir væru koltvíoxíð (CO2; ein kolefnisfrumeind og tvær súrefnissameindir) og vatn (H2O; tvær vetnissameindir og ein súrefnissameind).

En milli frumeinda og sameinda verka líka rafkraftar sem draga þær að hverri annari þótt þeir séu ekki nógu sterkir til að binda þær í stærri sameindir. Eins verka fráhrindikraftar á milli eindanna sem heldur þeim í fjarri frá hvort annarri.

Hvor þessara krafta er stærri (og hversu mikið stærri hann er) ræður því hvernig efnið hagar sér. Þessa hegðun tengjum við ákveðinn fasa efnisins.

Fast efni

Vökvi

Gas

Rafgas