Sólin og stjörnurnar
Á heiðskýrum vetrarkvöldum fæst oft frábær sýn af næturhimninum. Innan um stjörnurnar sjást stundum reikistjörnur og mismikið af tunglinu. Ef vel er að gáð má jafnvel glitta í gervihnetti líða um stjörnufestinguna og stjörnuhrap þar sem loftsteinn brennur upp í andrúmslofti jarðar.
Að þessum einstaka ljósdílum undantenum eru þó öll ljósin á næturhimninum fjarlægar stjörnur.
Á daginn ríkir hins vegar sólin. Ljósið frá henni sem lýsir upp himininn og veitir honum hinn kunnuglega bljáa bjarma sem drekkir ljósinu frá stjörnunum svo við sjáum þær ekki lengur. En hvað er sólin? Er hún bara einstakur hnöttur án hliðstæðu?
Ekki alveg. Þótt það virðist reginmunur á milli sólarinnar sem ræður yfir deginum og stjarnanna sem sjást eingöngu með berum augum á næturna, er sólin í rauninni bara ein af stjörnunum! Allar stjörnurnar sem við sjáum á næturhimninum eru, rétt eins og sólin Hún er heldur ekkert neitt svakalega stór stjarna, heldur nokkuð undir meðallagi í stærð.
Hvað er sólin?
Það var lengi ráðgáta úr hverju sólin væri og hvað gæfi henni bjarma sinn. Ein tilgáta var sú að sólin væri kolamoli. Útreikningar sýndu þó að ef sólin væri gerð úr kolum hefðu þau löngu brunnið á enda. Önnur var sú að sólin væri brennandi gashnöttur. Þótt sú hugmynd hafi eitthvert sannleiksgildi sýndu útreikningar að þá væri eldsneytið allt löngu brunnið.
Það var því mikil ráðgáta hvaðan öll þessi orka sem lýsir upp sólina kemur. Svarið kom svo ekki fyrr en eðlisfræðingurinn Albert Einstein hafði uppgötvað að efni mætti umbreyta í orku. Þetta er það sem gerist í kjarnahvörfum eins og eiga sér stað í kjarnorkuverum (og kjarnorkusprengjum).
Ógnarstrærð sólarinnar veldur óhemjumiklum þrýstingi í kjarna hennar. Svo miklum að kjarnar vetnisfrumeinda sem þar eru þrýstast saman í einn kjarna. Við það losnar óhemjumikil orka sem, rétt eins og við núum saman höndunum, losnar meðal annars sem varmi.
Þessi varmi hitar þannig upp alla sólina.
Til að sjá hvernig þetta lýsir upp sólina er ágætt að kíkja inn í eldhús. Í ofnum og ristavélum eru hitaþræðir úr málmi sem hita upp matinn. Þegar þeir hitna fá þeir fyrst dumbrauðan blæ. Eftir því sem þráðurinn hitnar meira verður hann appelsínugulari og sífellt bjartari. Enn heitari hlutir verða svo gulir, hvítir og fá loks bláleitan blæ.
Þetta útskýrir því ekki aðeins af hverju sólin lýsir, heldur einnig af hverju stjörnurnar á myndbandinu að ofan eru mismunandi á litinn.
Yfirborð sólarinnar
Á nærmyndum af yfirborði sólarinnar Það var lengi talið að sólin væri stöðugt að brenna einhverju eldsneyti á við gas og yfirborð hennar lítur út fyrir að vera sjór af bráðnu bergi. Svo er nú ekki raunin.
Rafgas, segulsvið, sólgos.
Sólvindurinn
Endalok sólarinnar
Ítarefni
- Grein Stjörnufræðivefsins um Sólina
- Helioviewer — Hér má skoða nýjustu myndir (í nærri því rauntíma) af sólinni og jafnvel búa til myndbönd af því tímabili sem óskað er eftir.