Vísindasmiðja Háskólans

Ég er verkefnastjóri við Vísindasmiðju Háskóla Íslands. Vinsamlegast beinið tölvupósti á martin (at) hi . is.

Meðal verkefna eru endurskrif á heimasíðu Vísindasmiðjunnar en þau hafa verið í gangi í langan tíma. Drög voru gerð á faraday.rhi.hi.is áður en við fengum þróunarvef á dev8.vefsetur.hi.is sem mun færast yfir á núverandi síðu þegar hann klárast.

Hér á þessum vef er svo sáldur af efni og efnistökum og svo er sér blogg um hugleiðingar mínar tengdar Vísindasmiðjunni og Háskólanum.

Kennsla

Um nokkurra ára skeið leiðbeindi ég í verklegum tímum í Eðlisfræði. Á heimasíðu Ara Ólafssonar má finna frekari upplýsingar um skipulagið námskeiðanna en að gefnu tilefni tók ég að setja saman smá texta um verklega eðlisfræði. Efnið er skrifað fyrir nemendur á háskólastigi, en duglegir framhaldsnemendur ættu að geta haft eitthvað gagn af þessu.

  • Haust 2016: Eðlisfræði 1R
  • Vor 2016: Eðlisfræði 2
  • Haust 2015: Eðlisfræði 1
  • Vor 2012: Eðlisfræði 2
  • Haust 2012: Eðlisfræði B
  • Haust 2011: Eðlisfræði 1
  • Vor 2011: Eðlisfræði 2
  • Haust 2010: Eðlisfræði 1 og Eðlisfræði B
  • Vor 2010: Eðlisfræði 2
  • Haust 2009: Eðlisfræði B

Háskólalestin

Ég hef tekið þátt í Háskólalestinni síðan í vorlok 2011 þegar ég fór slóst í för með Ara, Guðrúnu og genginu á Skagaströnd. Sjá myndir frá ferðinni.

Eðlisfræðifélag Íslands

Ég hef setið í stjórn Eðlisfræðifélags Íslands um nokkurt skeið og meðal annars séð um heimasíðu félagsins.

Ég hef einnig komið að þjálfun og þáttöku íslenska liðsins í ólympíukeppninni í eðlisfræði og hér má finna yfirlit yfir eðlisfræðikeppnir sem var á gömlu gömlu raunvis síðunni minni og fer líklega á endanum yfir á síðu Eðlisfræðifélagsins um keppnina.

Raunvísindi—spennandi fræði

Sumarið 2011 vann ég að þróun kynningarefnis í náttúruvísindum.

Háskóladagurinn

Upplýsingar um efni sem nemendur undirbjuggu og fluttu á Háskóladaginn 2011.